Í kjölfar almenna félagsfundarins sem var haldinn 20. nóvember 2024 hélt stjórn áfram vinnu vegna samninga við Skógræktarfélagið. Okkar tillögur sem byggja á því sem var rætt og samþykkt á félagsfundinum voru sendar til fulltrúa Skógræktarfélagsins rétt fyrir áramót.
Af almenna félagsfundinum okkar 20. nóvember þá er efni frá fundinum hér:
Tillögur stjórnar Félags landnema á Fellsmörk voru að vissu leyti talsvert breyttar frá því sem Skógræktarfélagið hafði sett upp og við höfum ekki enn fengið svar um framhaldið. Við gerum ráð fyrir að eitthvað meira liggi fyrir áður en við höfum okkar aðalfund í vor.