Í gegnum tíðina hefur verið talsvert ófremdarástand við ruslagáminn á Fellsmörk og hefur líklega aldrei verið eins mikið vandamál og núna í sumar eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Í Facebook færslu frá 8. ágúst var mynd sem sýndi rusl út um allt í kringum gáminn. Tveimur vikum seinna, 20. ágúst var greinilega búið…
Plöntudeginum frestað fram í september
Það stóð til að hafa sameiginlegan gróðursetningardag þriðja laugardag í ágúst. Þar sem hægt gengur að gera plöntur klárar til gróðursetningar þá næst ekki að hafa okkar dag á þeirri dagsetningu og því verðum við að fresta plöntudeginum okkar. Það er ekki verið að fella hann niður og það er gert ráð fyrir að hann…
Fellsmerkurdagur 22. júlí 2023
Umhirða trjágróðurs – Grisjun og uppkvistun Fellsmerkur dagur vara haldinn 22. júlí og var viðfangsefnið umhirða trjágróðurs. Valdimar Reynisson kenndi áhugasömum eitt og annað um grjsun, trjáfellingar, uppkvistun og tvítoppaklippingar. Farið var yfir notkun keðjusaga og öryggisbúnaðar við það. Námskeiðið fór fram á spildu Einars og Guðrúnar á Gilbraut. Þar fengu því nokkur tré snyrtingu…
Fljúgandi fyrirbæri
Það hafa einhvers konar flugvængir eða hvað á að kalla þá verið að flögra yfir Fellsmörk. Ekkert allir of ánægðir með ónæðið en þetta er líklega einhver erlendur hópur sem hefur komið nokkrum sinnum áður til Íslands. Þeir hafa þá flogið fram og til baka eftir suðurströndinni og fara þá meðal annars yfir Fellsmörk. Við…
Aðalfundur 16. maí 2023
Aðalfundur Félags landnema á Fellsmörk fyrir árið 2023 var haldinn að Elliðavatni þriðjudaginn 16. maí. Fundarstjóri var Magnús Jóhannesson og fundarritar var Jóhanna Bergrúnar Ólafsdóttir. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var fjallað um skipulagsmál á Fellsmörk og flutt var erindi um grisjun og aðra umhirðu skóga. Þau sem hafa mannað stjórnina undanfarin ár gáfu kost á sér…
Aðalfundarboð 2023
Boðað er til aðalfundar í Félagi Landnema á Fellsmörk, 16. maí 2023 kl. 20:00, sbr. fundarboð, sent félagsmönnum í tölvupósti. Aðalfundarboð Aðalfundur Félags landnema á Fellsmörk verður haldinn þriðjudag, 16. maí 2023, kl. 20:00í samkomusal Skógræktarfélags Reykjavíkur að Elliðavatni. Dagskrá Kaffiveitingar Fræðsluerindi um grisjun skóga, Valdimar Reynisson
Nýr vefur
Fólk sem sér þennan vef um miðjan mars 2023 og hefur séð vef Fellsmerkur áður, sér að hann er eitthvað talsvert breyttur. Vefurinn er kominn í nýtt vefumsjónarkerfi og er kominn betur á lén félagsins fellsmork.is. Gamla vefsíðan sem var með miklum upplýsingum verður til áfram og aðgengileg á vefslóð fellsmork.is/gamla. Nýi vefurinn er væntanlega…
Athugasemdum skilað við aðalskipulag Mýrdalshrepps
Stjórn Félags landnema á Fellsmörk skilaði athugasemdum fyrir hönd landnema þar sem athugasemdir voru gerðar við nokkra þætti skipulagsins. Athugasemdir í bréfi 8. mars 2023