Útbúnar hafa verið lýsingar á nokkrum gönguleiðum sem merktar á kortið að ofan.
Gengið inn með Klifurárgili: 11-18 km
Þetta er nokkuð löng ganga upp með Klifurá, Fossgil og upp að Klifurárjökli og er hún upp undir 20 km miðað við að fara alla leiðina. Einfalt er þó að stytta gönguna um nær helming með að láta nægja að ganga fyrir Fossgilið og fara þaðan niður aftur.
Gengið á Fellsfjall, hringleið: 7 km
Farið upp á Fellsfjall að suðvestan, gengið eftir fjallinu endilöngu og komið niður aftur meðfram Bæjarlæknum.
Gengið að Háafossi í Holtsá: 7 km
Háifoss í Holtsá er eflaust tilkomumesti fossinn á Fellsmerkursvæðinu. Gönguleið upp að fossinum að vestanverðu er lýst en einnig er hægt að komast að honum úr austri.
Hjólað upp Stórhöfða: 19 km
Það eru ekki bara góðar gönguleiðir sem Fellsmörk býður uppá heldur eru þar hjólaleiðir ágætar. Hér er alls ekki hjólað utan vegarslóða og sú leið sem hér er lýst er upp Stórhöfðann austan Fellsmerkur. Þar er gamall vegarslóði sem hentar vel fyrir hjólreiðar.