Aðalfundur Fellsmerkur var haldinn 7. maí 2024 að Elliðavatni. Fundarstjóri var Magnús Jóhannesson og fundarritari var Jóhanna Bergrúnar Ólafsdóttir.
Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf í samræmi við lög félagsins. Stjórn var kjörin óbreytt frá fyrra ári:
- Einar Ragnar Sigurðsson frá Hlíðarbraut, formaður stjórnar
 - Guðrún S. Ólafsdóttir frá Keldudal,
 - Jóhanna Bergrúnar Ólafsdóttir frá Heiðarbraut,
 - Einar Kristjánsson frá Gilbraut,
 - Hallur Björgvinsson frá Heiðarbraut en fyrir Dalbraut,
 - Tryggvi Þórðarson frá Króki,
 - Valdimar Reynisson frá Hólsbraut.
 
Boðið var upp á kaffiveitingar og eftir það flutti Einar Ragnar erindi með myndasýningu um örnefni á Fellsmerkursvæðinu og gönguleiðir.