Fellsmörk fellur undir skipulagslög eins og í raun allt Ísland. Upphaflega fyrir Fellsmörk var sett fram skipulag af Skógræktarfélagi Reykjavíkur þegar verkefnið fór af stað og hefur stundum meðal Fellsmerkurfélaga gengið undir nafninu “Hið svokallaða deiliskipulag”. Það skipulag er eldra en núverandi skipulagslög og á þeim tíma hefði varla komið til greina að gera sérstakt deiliskipulag fyrir svæðið eins og krafan er um núna.
Landnemar á Fellsmörk stóðu fyrir GPS mælingum á svæðinu haustið 2007 og gengið var frá þeim veturinn á eftir. Þó þessar mælingar dugi einar sér ekki sem deiliskipulag þá hafa þær legið til grundvallar skipulagi á Fellsmörk frá því gengið var frá þeim á árinu 2008. Meðfylgjandi PDF skjöl sýna niðurstöður mælinganna:
Veturinn 2021-2022 hófst Skógræktarfélag Reykjavíkur handa við gerð formlegs deiliskipulags fyrir Fellsmörk og voru samráðsfundir með landnemum vorið 2022. Sú skipulagsvinna byggir á þeirri vinnu sem landnemar á Fellsmörk sáu um með GPS mælingunum árið 2007 en ýmsar breytingar hafa verið ræddar og skipulagið er nánar útfært en áður.
Ofan í þá vinnu kom síðan uppfærsla á aðalskipulagi sveitarfélagsins en gert er ráð fyrir að vinnu við deiliskipulag ljúki nálægt miðju ári 2023 þegar aðalskipulagið hefur verið frágengið.
Deiliskipulagið eins og Skógræktarfélagið lagði það fram með athugasemdum við aðalskipulagið er hér að neðan.
Nánar um aðalskipulag Mýrdalshrepps.