Grundvallarhugmyndin með Fellsmerkurverkefninu er skógrækt og önnur ræktun. Landnemar hafa plantað trjám á Fellsmörk frá því verkefnið hófst en áskilið er í leigusamningum landnema að hver og einn landnemi rækti upp sína spildu.
Skipta má ræktuninni upp í nokkra flokka:
- Upphaflega var hluti af gjaldi landnema til Skógræktarfélags Reykjavíkur fyrir plöntur en þegar Skógræktarfélagið hætti plöntusölu fyrir töluverðu síðan þá féll sá hluti niður.
- Félag landnema á Fellsmörk er hluti af landgræðsluskógaverkefninu og fær úthlutað plöntum þar árlega.
- Landgræðsluskógaplöntum er plantað á sameiginlegum plöntudegi sem er yfirleitt nálægt mánaðamótum júní-júlí.
- Það sem eftir stendur er skipt á milli landnema sem planta í sínar spildur og eftir atvikum út frá þeim.
- Landnemar útvega einnig sjálfir plöntur, græðlinga og plöntur sem þeir kaupa sjálfir og planta í sína spildur.