Í gegnum tíðina hefur verið talsvert ófremdarástand við ruslagáminn á Fellsmörk og hefur líklega aldrei verið eins mikið vandamál og núna í sumar eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Í Facebook færslu frá 8. ágúst var mynd sem sýndi rusl út um allt í kringum gáminn. Tveimur vikum seinna, 20. ágúst var greinilega búið að tæma gáminn en hann var orðinn yfirfullur aftur.
Það lítur því út fyrir að á háannatíma yfir sumarið þyrfti að tæma gáminn vikulega.