Haustið 2007 var ráðist í að gera nákvæmar GPS mælingar á öllum landnemaspildum. Mælingin var sett upp þannig að hún var gerð í samráði við landnema á hverri braut og á sumum stöðum var löndum hnikað til í samræmi við hvað hafði verið rætt við Skógræktarfélag Reykjavíkur um breytingar á svæðinu.
Samið var við fyrirtækið Landnot ehf. um mælingarnar og sá Elín Erlingsdóttir landfræðingur um að vinna verkið.
Mælingar hverrar brautar voru settar fram í PDF skjölum sem eru hér aðgengileg á vef Fellsmerkur: