UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

Almenn lýsing

Ástandsskýrsla haust 2009
Viðaukar ástandsskýrslu

Örnefni Álftagróf

Örnefni Fell

GPS mælingar

Vegir og slóðar

------------------

LOFTMYNDIR OG KORT

Loftmyndavefur Fasteignaskrár

Vetrarloftmynd Google

Vestur svæðið

Austur svæðið

Afstöðukort

Loftmynd: Álftagróf

Loftmynd: Hluti Fells, Álftagróf og Keldudalur

Þjóðlendukort

Kort 1:50.000

Um varnargarða Klifandi

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

FRÉTTIR

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

   

 

Varnargarðar Klifandi

Kristinn Helgason landnemi í Heiðarbraut hefur safnað saman kortum og loftmyndum sem sýna þróun varnargarða á Fellsmörk.  Einar Ragnar bætti við og útbjó til að setja á vefinn.

Mynd 1: Atlas blað af Fellsmerkursvæðinu frá 1944

 

Á kortinu fyrir ofan (mynd 1) er núverandi vegur inn í Fellsmörk og yfir Klifandi ekki til staðar.  Klifandi fær að renna óáreittur niður sandana þangað til ánni þar til hún sameinast Hafursá og þær renna saman undir brúna þar sem hringvegurinn er núna. 

Benda má á að á þessu korti sést varnargarðurinn sem beinir Hafursánni norður og vestur fyrir Litla-Höfða, sem er að einhverju leyti orsök vandamálanna undir Hlíðarbrautinni.  Reyndar er gamli farvegur Hafursárinnar til sjávar (mun austar en nú er) sýndur þrátt fyrir að hann hafi væntanlega að mestu leyti verið orðinn þurr þegar kortið var gefið út.

 

Mynd 2:  Loftmynd frá her Bandaríkjanna líklega tekin 1945 eða 1946.

 

Mynd 3:  Loftmynd frá Landmælingum Íslands tekin á tímabilinu 1953 til 1973

 

Mynd 4:  Loftmynd frá Landmælingum Íslands tekin á tímabilinu 1953 til 1973

 

Á myndum 2, 3 og 4 er ekki búið að brúa Klifandi og leggja núverandi veg inn í Fellsmörk.  Hafursá hefur hins vegar alveg verið veitt í Klifandi.

 

Mynd 5: Loftmynd frá Landmælingum Íslands tekin eftir 1973

 

Mynd 6: Loftmynd frá Landmælingum Íslands tekin nýlega (líklega nálægt árinu 2000)

 

Mynd 7: Loftmynd af Google Earth, tekin eftir árið 2000.

Á myndum 5, 6 og 7 er búið að leggja veginn inn í Fellsmörk og veita Klifandi undir brúna á svipuðum slóðum og núna er.

Varnargarðar voru settir upp til að beina ánum á réttum stað undir brúna.  Sérstakir varnargarðar til að vernda landið vestan Fellsfjalls norðaustan við ána voru ekki settir upp.  Erfitt er að sjá af myndunum hvað áin hefur tekið mikið af landinu en vitað er að eitthvað hefur farið.  Mat Kristins er hins vegar að í megindráttum sé "strandlengjan" norðaustan árinnar að mestu leyti eins og hún var áður en framkvæmdir við varnargarða hófust fyrir um 60 árum.

Brú á Klifandi

Mynd 8:  Brúin yfir Klifandi í október 2009.  Aurinn undir brúnni er farinn að nálgast brúargólfið. 

Annað sem hins vegar er vert að athuga er hvernig framburður Klifandi hefur hægt og rólega hlaðið upp efni á aurkeilunni sem árin rennur um. Hleðst þar efnið upp um allan sand og hækkar landið. Hækkunin er alls staðar og birtist með mjög afgerandi hætti við brúna yfir Klifandi.  Þar lítur brúin út eins og hún hafi sigið niður en það er ósennilegt.  Allar líkur eru á að brúin sé staðsett eins og hún var byggð á sínum tíma en hins vegar hefur aurinn hlaðist upp undir brúnni.  Eins og staðan er núna er ljóst að brúin getur ekki tekið við miklum vatnavöxtum í ánni án þess að illa fari.  Raunar er væntanlega illskárri kostur að áin flæði yfir varnargarða í vatnavöxtum og taki veginn norðan brúarinnar eins og hefur gerst bæði núna í haust 2009 og einnig haustið 2008 en að áin renni yfir brúna og taki hana hugsanlega.

Einhver gæti viljað laga þetta með þeim hætti að moka aurnum í burtu en það yrði líklega skammgóður vermir þar sem sú hola sem þar kæmi myndi fyllast aftur af aur nokkuð hratt og örugglega.  Einu leiðirnar sem geta dugað fyrir einhvern tíma er væntanlega að annað hvort lyfta brúnni eða byggja nýja.

Til gamans er látinn fylgja með hluti af uppdrætti Íslands frá 1844.  Þar sem kortið er ekki í jafn nákvæmum mælikvarða og loftmyndirnar og hin kortin, þá sést lítið hvernig árnar runnu á þeim tíma.  En hér vekur einnig athygli vekur hvað Mýrdalsjökull er látinn ná gríðarlega langt niður á láglendi.


Mynd 1:  Hluti uppdráttar Íslands sem Ólafur Nikolas Ólsen teiknaði eftir landmælingum Björns Gunnlaugssonar og Hið íslenska bókmenntafélag gaf út 1844.  Á kortinu sést t.d. Búrfell, Fell, Pétursey, Hafursá og Klifandi.  Hægt er að smella á myndina til að fá hana stærri.

 

 

 

 

    

Facebook síða Fellsmerkur


ÞETTA ER GAMLI VEFUR FELLSMERKUR

Þessum hluta vefsins hefur ekki verið viðhaldið eftir mars 2023.

Nýr vefur er hér: https://www.fellsmork.is/


LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.