Félagið er hagsmunafélag landnema á Fellsmörk og er tilgangur þess að gæta hagsmuna landnema i málum er snerta lönd þeirra og leigurétt og koma sameiginlega fram fyrir þeirra hönd.
Kennitala félagsins er: 600598-3099

Stjórn félagsins:
Hver braut tilnefnir einn fulltrúa úr sínum röðum til að sitja í stjórn. Formaður stjórnar er kosinn beinni kosningu á Aðalfundi. Stjórnin skipar ritara og gjaldkera. Núverandi stjórn var endurkjörin á aðalfundi 16. maí 2023.
- Einar Kristjánsson / Gilbraut
- Einar Ragnar Sigurðsson / Hlíðarbraut / Formaður stjórnar
- Guðrún Ólafsdóttir / Keldudalur / Gjaldkeri
- Hallur Björgvinsson / Heiðarbraut fyrir hönd Dalbrautar
- Jóhanna Bergrúnar- og Ólafsdóttir / Heiðarbraut / Ritari
- Tryggvi Þórðarson / Krókur
- Valdimar Reynisson / Hólsbraut
Starfsemi Félags landnema á Fellsmörk
Félagið annast hagsmuni Fellsmerkur og félagsmanna sem eru flestir landnemar á Fellsmörk eða tengdir Fellsmörk á annan hátt. Í samningum sem landnemar eru með við Skógræktarfélag Reykjavíkur er raunar gert ráð fyrir því að landnemar hafi félag sem geti komið fram fyrir þeirra hönd.
Fyrir utan almenna hagsmunagæslu þá hefur félagið eða nefnd innan þess séð um að skipuleggja árlegan gróðursetningardag þegar gróðursett er í sameiginleg svæði innan Fellsmerkur.