Vinna Skógræktarfélags Reykjavíkur (SR) við deiliskipulag Fellsmerkur hófst veturinn 2021-2022. Á starfsári Fellsmerkur 2023-2024 gerðist það, að 12. janúar 2024 var tekin fyrir hjá sveitarfélaginu, umsókn Skógræktarfélagsins um formlegt leyfi til að vinna deiliskipulagið og má þá gera ráð fyrir að það fari í formlega kynningu seinna á þessu ári.
Sjá nánar hér
Stjórn Félags landnema á Fellsmörk fór yfir drögin að uppdrættinum og sendi athugasemdir til framkvæmdastjóra Skógræktarfélagsins. Annars vegar voru sumar eldri athugasemdir ítrekaðar en einnig bent á villur í örnefnum og öðru slíku. Loks var boðin fram aðstoð við að ljúka vinnu við deiliskipulagið. Bréfið er birt í heild sinni í viðauka við þessa skýrslu. Í samtölum við framkvæmdastjóra Skógræktarfélagsins kom fram að ætlunin væri að klára vinnu við deiliskipulag og fá það samþykkt á árinu 2024.