Nýtt aðalskipulag var samþykkt fyrir Mýrdalsrhrepp, 5. júlí 2023 og gildir það frá 2021-2033. Skipulagið er birt á vef Skipulagsstofnunar og er uppdrátturinn að ofan skjáskot úr þeim uppdrætti sem er þar.
-> Greinargerð / lýsing skipulags
-> Skipulagsuppdráttur
Þeir þættir sem eru merktir sérsaklega vegna Fellsmerkur á skipulagsuppdráttinn eru:
- F4: Fellsmörk; 5 byggð hús og að hámarki 42; stærð 73.1 ha
- F5: Fell; 1 byggt hús og að hámarki 1; stærð 1.3 ha
- F6: Fellsmörk; ekkert byggt hús og að hámarki 9; stærð 5.3 ha
- F7: Fellsmörk/Krókalækur; 5 byggð hús og að hámarki 23; stærð 41.2 ha
- AF22: Fellsmörk; Skógræktarsvæði við Fellsmörk áfangastaður með náttúruupplifun. Ekki er gert ráð fyrir neinum byggingum; 6.9 ha
- SL4: Fellsmörk; Skógrækt umhverfis Frístundasvæði F4 Fellsmörk; 60.7 ha
- SL5: Fell; Skógrækt umhverfis Frístundasvæði F6 Fellsmörk; 53.7 ha
- SL6: Álftagróf; Skógrækt umhverfis Frístundasvæði F7 Fellsmörk, 3.4 ha
- GL7: Gönguleið um Fellsheiði; 12 km
- E5: Efnistökusvæði við efri brú á Klifanda, setnáma; 2.5 ha Hámark 10.000 m3
- E6: Efnistökusvæði við Selgil, Selgilsgrifja, setnáma; 2.5 ha Hámark 10.000 m3
- E7: Efnistökusvæði við Holtsgil, bergnáma; 2.5 ha Hámark 50.000 m3
- E8: Efnistökusvæði við Holt, malarnáma; 2.5 ha Hámark 50.000 m3. Nýtt efnistökusvæði. Fylgst verði með efnistöku á þessum námum og öryggi mannvirkja verði tryggt.
- L3: Sæmilegt ræktunarland. Lakari mýrar, móar, melar og sandar. Steinefnahluti jarðvegsins ekki grófari en svo að hægt sé að vinna hann án vandræða. Jarðvegsþykkt a.m.k. 25 cm. Þurrkunarskilyrði sæmileg. Mishæðir ekki meiri en svo að þær hamli notkun landbúnaðartækja. Halli innan við 12% (6,84°). Hæð yfir sjó að jafnaði undir 300 m.
- Annað landbúnaðarland sem síður hentar til jarðræktar vegna misjafnra landgerða. Getur þó hentað til beitar. Landbúnaðarstarfsemi er víkjandi, ef nýta þarf land til annars. Svæðið hentar oft vel til landgræðslu og skógræktar, frístunda‐ og útiveru og til landbúnaðar, þó halli o.fl. geti takmarkað ræktunarmöguleika. Heimilt er að byggja upp landspildur til fastrar búsetu, eða annarrar starfsemi, sbr. almenn ákv. um landbúnaðarland.
- L4 ‐ Lélegt ræktunarland. Í þennan flokk fellur land neðan 300 m sem ekki uppfyllir skilyrði hinna flokkanna þriggja. Þetta land hentar ekki til akuryrkju en getur hentað vel til beitar, skógræktar eða fyrir tún.
- Land í þessum flokki er beitarland sem er lítið byggt land sem flokkast í landslagsflokkun sem jökulsandar svo sem Mýrdalssandur, Sólheimasandur og fjörur.
- ÓB1: Óbyggð svæði. Allt land yfir 300 m h.y.s. er skilgreint sem óbyggt svæði.
- Svæðin eru ætluð til almennrar útivistar eða takmarkaðrar umferðar fólks. Almennt er ekki gert ráð fyrir skógrækt eða mannvirkjagerð. Á þessum svæðum má þó gera ráð fyrir neyðarskýlum, fjarskiptasendum og sambærilegum mannvirkjum. Einnig er leyfilegt að koma upp salernisaðstöðu við upplýsingatorg og við bílastæði á áningarstöðum ferðamanna. Salernin skulu að hámarki vera 20 m2 og með umsókn um framkvæmdaleyfi skal fylgja afstöðumynd, útlitsteikning og lýsing á frágangi við vatnsöflun og frárennsli. Á óbyggðum svæðum er heimil landgræðsla. Þá eru hefðbundnar landnytjar landeigenda, s.s. beit, veiðar og minniháttar efnistaka til eigin nota (þ.e. efnistaka sem er allt að 500 m3, en hún er tilkynningarskyld til sveitarfélagsins), heimilar á óbyggðum svæðum, nema þar sem svæði hafa verið friðuð fyrir beit eða aðrar takmarkanir gilda vegna hverfis‐ eða vatnsverndar. Varnir vegna náttúruvár eru heimilar. Eggjataka og veiði á afrétti er háð leyfi landeiganda.
Útskýringar á skammstöfunum:
- AF stendur fyrir Afþreyingar- og ferðamannasvæði
- F stendur fyrir Frístundabyggð
- SL stendur fyrir Skógræktar- og landgræðslusvæði
- E stendur fyrir Efnistökusvæði
- L stendur fyrir Landbúnaðarsvæði
- GL stendur fyrir Gönguleið
Í athugasemdum kemur einnig fram (kafli 1.6: Breytingar eftir auglýsingu):
- Afmörkun á milli reita F4, F5, F6, F7, SL4 og SL5 er breytt í samræmi við uppdrátt frá Skóræktarfélagi Reykjavíkur
- Flokkun landbúnaðarlands er leiðrétt í samræmi við athugasemdir og texti lagfærður í kafla 5.3. Landbúnaðarsvæði þar sem segir „Hér er um að ræða fyrsta stig flokkunar á landbúnaðarlandi í Mýrdalshreppi en í framhaldi af staðfestingu á þessu skipulagi stefnir sveitarfélagið á að vinna ýtarlegri flokkun á landbúnaðarlandi í sveitarfélaginu. Samhliða þeirri flokkun verður afmörkun landnotkunarreita og skipulagsákvæði fyrir landbúnaðarland endurskoðuð. Ástæða þess er að sveitarfélagið metur það svo að hagsmunir séu slíkir að aukið samráð þurfi við stofnanir, landeigendur og aðra hagsmunaaðila. Skipulags‐ og umhverfisráð leggur til að gert verði grein fyrir ákvörðuninni í greinargerð aðalskipulagsins og að neðangreindri verkáætlun verði fylgt við vinnuna en leggur áherslu á mikilvægi þess að endurskoðað aðalskipulag sveitarfélagsins hljóti afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun. Fjárfestingar sveitarfélagsins í innviðum gera ráð fyrir að áfram verði hægt að þróa þjónustu‐ og íbúðalóðir í samræmi við aðalskipulagið og ekki fæst séð að flokkun landbúnaðarlands ætti að vera fyrirstaða fyrir staðfestingu þess.“
Ef miðað er við uppdráttinn þá má lítur hann þannig út að Svæðið sem Fellsmörk er á sé í flokki L3 sem er sæmilegt ræktunarland og hentar oft til skógræktar.
Nokkurs misræmis gætir þó og á mynd nr. 19 í skipulagslýsingu er þetta sett fram með örlítið öðrum hætti. Þar er þó Fellsmörk með skilgreind skógræktarsvæði og frístundabyggðarsvæði merkt sérstaklega fyrir aðra notkun og allt svæði þar fyrir ofan er merkt L3 eða lakara. Fyrir neðan Fellsmörk er þar samt skráð flokkur L1 sem er ekki talið of gott ræktunarland til að nota í skógrækt.