Meginskipulag Fellsmerkur í stærra samhengi er sett fram af Mýrdalshreppi í formi Aðalskipulags. Deiliskipulag fyrir Fellsmörk er svo búið til og þarf að taka mið af gildandi aðalskipulagi.
Eldra gildandi aðalskipulag gildir fyrir árin 2012-2028 og er aðgengilegt á vef Skipulagsstofnunar.
Unnið er að nýju aðalskipulagi fyrir 2021-2033 og var það auglýst á vef sveitarfélagsins 23. janúar 2023.
Almennur félagsfundur var haldin í Félagi landnema á Fellsmörk um aðalskipulagið þar sem málið var kynnt félagsmönnum og í framhaldi af því var skilað inn athugasemdum við tillöguna.
- Kynning á ferli aðalskipulags fyrir Mýrdalshrepp í Félagi landnema á Fellsmörk, 27. febrúar 2023
- Athugasemdir Félags landnema á Fellsmörk við aðalskipulag Mýrdalshrepps, 8. mars 2023
Sveitarfélagið fór yfir athugasemdir eins og má sjá í fundargerð Skipulags- og umhverfisráðs sveitarfélagsins, 15. mars. Þar eru allar athugasemdir sem voru gerðar aðengilegar og þeim einnig svarað.