Almennur félagsfundur verður haldinn í Félagi landnema á Fellsmörk miðvikudag 20. nóvember 2024, kl. 19:30 í samkomusal Skógræktarfélags Reykjavíkur að Elliðavatni. Fundarboð var sent öllum skráðum félagsmönnum í Fellsmörk.
Komnar ruslatunnur!
Það fréttist fyrr í vikunni að það er búið að leysa ruslamálið á einhvern hátt. Það eru komnar fjórar sorptunnur fyrir allt svæðið, þar sem gámurinn stóð áður og það er fyrirtækið Kubbur sem sér um sorphirðu á svæðinu. Þetta þýðir að það þarf að flokka rusl á Fellsmörk eins og annars staðar. Flokkunin er…
Eldiviður er ekki bara eldiviður
Ágæt umfjöllun um eldivið á vef Skógræktarfélagsins en skógurinn í Fellsmörk er víðast kominn á það stig að það þarf að grisja og þá er ágætt að geta nýtt það sem er sagað niður sem eldivið.
Aðalfundur 2024 haldinn 7. maí
Aðalfundur Fellsmerkur var haldinn 7. maí 2024 að Elliðavatni. Fundarstjóri var Magnús Jóhannesson og fundarritari var Jóhanna Bergrúnar Ólafsdóttir. Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf í samræmi við lög félagsins. Stjórn var kjörin óbreytt frá fyrra ári: Boðið var upp á kaffiveitingar og eftir það flutti Einar Ragnar erindi með myndasýningu um örnefni á Fellsmerkursvæðinu og…
Ruslagámurinn undir Felli
Fólk sem hefur átt leið um Fellsmörk núna í vor hefur eflaust tekið eftir því að ruslagámurinn er horfinn og aðkoman þar sem hann var, er ekki sérstaklega góð. Fyrirspurnir hafa verið sendar til sveitarfélagsins hverju þetta sætir og beðið er svara.
Aðalfundur 2024
Boðað er til aðalfundar hjá Félagi landnema á Fellsmörk og verður hann haldinn á Elliðavatni eftir hálfan mánuð, þriðjudag 7. maí kl. 20:00. Fundarboð verður einnig sent í tölvupósti á skráða félaga.
Skipulagsmál á Fellsmörk
Aðalskipulag Mýrdalshrepps var frágengið og gefið út síðasta sumar, sjá umfjöllun á okkar vef. Deiliskipulagið fyrir Fellsmörk er áfram í vinnslu hjá Skógræktarfélaginu og 12. janúar síðastliðinn var tekin fyrir hjá sveitarfélaginu, umsókn Skógræktarfélagsins um formlegt leyfi til að vinna deiliskipulagið og má þá gera ráð fyrir að það fari í formlega kynningu í framhaldi…
Plöntudagur var loksins í september
Árlegur plöntudagur var haldinn um miðjan september eftir að hafa verið margfrestað, bæði út af plöntuskorti og svo slæmu veðurfari allar helgar eftir að trjáplöntur voru komnar. Hann varð að lokum laugardag 16. september í frekar úrkomusömu veðri eins og lesa má í Facebook færslu frá Hjalta.
Ófremdarástand við ruslagáminn sunnan Fellsfjalls
Í gegnum tíðina hefur verið talsvert ófremdarástand við ruslagáminn á Fellsmörk og hefur líklega aldrei verið eins mikið vandamál og núna í sumar eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Í Facebook færslu frá 8. ágúst var mynd sem sýndi rusl út um allt í kringum gáminn. Tveimur vikum seinna, 20. ágúst var greinilega búið…
Plöntudeginum frestað fram í september
Það stóð til að hafa sameiginlegan gróðursetningardag þriðja laugardag í ágúst. Þar sem hægt gengur að gera plöntur klárar til gróðursetningar þá næst ekki að hafa okkar dag á þeirri dagsetningu og því verðum við að fresta plöntudeginum okkar. Það er ekki verið að fella hann niður og það er gert ráð fyrir að hann…