Aðalfundur Félags landnema á Fellsmörk fyrir árið 2023 var haldinn að Elliðavatni þriðjudaginn 16. maí. Fundarstjóri var Magnús Jóhannesson og fundarritar var Jóhanna Bergrúnar Ólafsdóttir. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa var fjallað um skipulagsmál á Fellsmörk og flutt var erindi um grisjun og aðra umhirðu skóga.
Þau sem hafa mannað stjórnina undanfarin ár gáfu kost á sér áfram og ekki komu mótframboð þannig að það urðu ekki breytingar á stjórn félagsins.
Sumardagskrá:
Á fundinum var sumardagskrá Fellsmerkur kynnt en það er gert ráð fyrir Fellsmerkurdegi laugardag 1. júlí þar sem haldið verður verklegt námskeið í grisjun og annarri umhirðu skóga. Plöntudagur verður ekki fyrr en síðsumars þegar við höfum fengið tré til gróðursetningar og er gert ráð fyrir laugardegi 19. ágúst.
Efni af fundinum: