Það eru margir erfiðleikarnir í skógræktinni.
Í Fellsmörk gengur laus skaðvaldur sem kallast gengur undir nafninu
ygla. Yglurnar fara að láta á sér kræla þegar líður á sumarið
og eftir því hvernig árar eru þær í algleymingi seinni hluta
ágústmánaðar.
Skordýr eins og yglur ættu almennt ekki að ná
að gera af sér neinn stórskaða í skógi sem er vaxinn upp en ástandið
verður slæmt þegar þær leggjast á minnstu plönturnar. Hér á
fyrstu myndinni er grenitré sem var gróðursett í júní 2009 og má
ekki við miklu á meðan það pínulítið og er að festa rætur. Ein
ygla virtist hafa tekið sér bólfestu í hverju tré og var svo að
dunda sér við það að éta allt barrið á hverju tré fyrir sig.
Grenitré sem missir allt barr á árinu sem það er gróðursett hefur í
raun ekki neinar lífslíkur.
Myndirnar voru teknar helgina 29. og 30. ágúst
á Hlíðarbraut.
Nýlega gróðursett greinitré illa farið eftir yglu.

Ygla í stærra grenitré
Myndirnar hér á eftir sýna ygla sem skríður
eftir laufblaði af ösp. Reyndar var búið að taka laufblaðið af
öspinni þannig að umhverfið var ekki alveg fullkomlega
raunverulegt.




Á myndini hér að ofan sést úrgangur yglunnar. Þetta svarta
stóra til að sýna stærðina eða smæðina er trésmíðablýantur.
______________________
Ljósm. Einar Ragnar Sigurðsson
|