Það gerði asahláku um og upp úr fyrstu helgi í desember þannig að ár flæddu sem aldrei fyrr. Sagt var að Nóaflóð hefði komið niður bæði Heiðarbraut og Gilbraut. Hvorug brautin vel fólksbílafær eftir en líklega vel jeppafærar.
Vegurinn skemmdist bæði við Klifandi og Holtsá en nokkuð snarlega gert við af Vegagerðinni.
Ekki voru neinar upplýsingar um skemmdir á varnargörðum.
Af Facebook kom fram í færslu hjá Þorsteini Matthíasi Kristinssyni þessi lýsing:
Staðan í Fellsmörk eftir öfgafulla vatnavexti. Reyndi í gær en þá var vegurinn í sundur, bæði við brýrnar yfir Klifandi og Holtsá og varð því frá að hverfa. Fór aftur í dag og búið að laga til bráðabirgða yfir Klifandi. Tókst að fara yfir Holtsá á vaði en viðgerð var þá að byrja við hana. Ræsið yfir Keldudalsá hélt en áin fór framhjá ræsinu og skemmdi veg og girðingar austan við ræsið. Ekki fólksbílafært þar.
Nokkrar myndir frá Þorsteini sóttar á Facebook síðu Fellsmerkur: