Á stysta degi ársins var vetrarlegt um að litast en samt ekki neinn óskaparsnjór. Það var ágæt vetrarfærð og a.m.k. ekki ófært á austurhluta Fellsmerkur en getur auðvitað breyst hratt.
Það telst vera jeppafært austan við ræsið á Keldudalsánni þar sem áin flæddi yfir veginn í vatnavöxtum fyrr í desember. Varnargarðar eru óskemmdir og virðist raunar ekki hafa reynt mikið á þá í þessum vatnavöxtum.
Sjá fleiri myndir á Facebook síðu.