Fólk sem sér þennan vef um miðjan mars 2023 og hefur séð vef Fellsmerkur áður, sér að hann er eitthvað talsvert breyttur. Vefurinn er kominn í nýtt vefumsjónarkerfi og er kominn betur á lén félagsins fellsmork.is.
Gamla vefsíðan sem var með miklum upplýsingum verður til áfram og aðgengileg á vefslóð fellsmork.is/gamla.
Nýi vefurinn er væntanlega eitthvað nútímalegri en aðal vandamálið við þann eldri var að vefumsjónarkerfið sem var notað er ekki lengur uppfært og ekki var hægt að finna út úr hvernig hægt væri að vinna með það á nýrri tölvum.