UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

Félagatal

Stjórn

Fundargerðir

Lög félagsins

Ýmis gögn  Fellsmerkur

Meiri gögn

FRÉTTIR

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

  

     

Stjórnarfundur í Félagi landnema í Fellsmörk haldinn 20.9.2007

Staður: Gnitaheiði 14, Kópavogi
Tími: 20. sept. 2007, kl. 20 – 22.30
Viðstaddir: Frá Heiðarbraut:  Sigrún María Kristinsdóttir (SMK)
Frá Hólsbraut:
  Kjartan Kárason (KK)
Frá Hlíðarbraut:
  Einar Ragnar Sigurðsson (ERS)
Frá Króki:  Hjalti Elíasson (HE);  Hannes Siggason (HS) formaður
 
Forföll boðuðu: Frá Gilbraut:  Einar Kristjánsson (EK)
Frá Keldudal:
  Auðunn Oddsson (AO)
Jón Þór Högnason (JÞH) sem er eini landneminn við Dalbraut óskar ekki eftir því að taka sæti í stjórn

Dagskrá fundarins var  svohljóðandi:

1) Skipting embætta (gjaldkeri, ritari)
2) Heimasíðan - Umsjón
3) Fyrirkomulag funda. Fundaáætlun
4) Staða GPS-mælinga í Fellsmörk
5) Fréttir af stjórnarstörfum SR (HE)
6) Hugmynd að fræðslufundi / myndakvöldi í vetrarbyrjun
7) Önnur mál


1  Skipting embætta (gjaldkeri, ritari)

Stjórnin skipti þannig með sér verkum:
Gjaldkeri verður Kjartan Kárason
Ritari verður Einar Kristjánsson
Hannes Siggason var kjörinn formaður á aðalfundi 31. maí 2007 


2 Heimasíðan - Umsjón

Einar Ragnar féllst á að hafa umsjón með heimasíðu félagsins sem hann hefur séð um með glæsibrag frá því að byrjað var með heimasíðuna. 


3 Fyrirkomulag funda.

FundaáætlunÁkveðið var að stjórnarfundir verði einu sinni í mánuði frá sept. til apríl.  Þó enginn stjórnarfundur í des.  Aðalfundur verður í apríl.  Stjórnarmenn skiptast á að hýsa fundina skv. eftirfarandi yfirliti:

Dagsetning

Gestgjafi

Staðseting

20. sept. 2007

Hannes Siggason 

Gnitaheiði 14, Kóp,

25. okt. 2007

Hjalti Elíasson  

Laugateig 16, Rvk.

22. nóv. 2007

Einar Kristjánsson 

Hlíðargerði 23, Rvk.

Enginn fundur í des. 2007

24. jan. 2008

Sigrún María Kristinsdóttir 

Brekkubæ við Hafravatn

21. febr. 2008

Kjartan Kárason

Grenimel 44, Rvk.

27. mars 2008

Einar Ragnar Sigurðsson 

Hæðargarði 34, Rvk

10. apríl 2008

Auðunn Oddsson

Erluhrauni 15, Hafnarf


4 Staða GPS-mælinga í Fellsmörk

Skógr.fél. Rvk.hefur samþykkt tilboð Landnota ehf. (Elín Erlingsdóttir landfræðingur) í GPS-mælingu setinna landnemalanda í Fellsmörk. 
Hver brautarstjóri er ábyrgur fyrir því að búið verði að auðkenna hornpunkta hvers lands áður en Elín kemur og mælir.

Elín mun ákveða tíma með hverjum brautarstjóra fyrir sig.
Brautarstjórar eru:

Frá Heiðarbraut: Sigrún María Kristinsdóttir
Frá Gilbraut: Einar Kristjánsson
Frá Hólsbraut: Kjartan Kárason
Frá Dalbraut:  Hjalti Elíasson
Frá Keldudal: Auðunn Oddsson (Hjalti Elíasson)
Frá Hlíðarbraut: Einar Ragnar Sigurðsson
Frá Króki: Hjalti Elíasson

Ákveðið var að reyna að hefja GPS-mælingar á vestursvæðinu því þar eru fyrirhugaðar alla vega tvær sumarhúsabyggingar sumarið 2008. 

5 Fréttir af stjórnarstörfum SR (HE)

HE gerði grein fyrir því helsta sem fram kom á stjórnarfundi SR sem haldinn var 12. sept. s.l. 

  • Stjórn SR fundar einu sinni í mánuði

  • Ályktun FLÁF var rædd og lét formaðurinn Þröstur Ólafsson þau orð falla að ómögulegt væri að hluti félagsmanna SR væri óánægður

  • Hluti stjórnarmanna er ekkert inni í Fellsmerkurmálum

HE sat aðalfund Skógr.fél Íslands sem haldinn var á Egilsstöðum að áliðnu sumri.  Þar voru haldin mörg áhugaverð erindi. 


6 Hugmynd að fræðslufundi / myndakvöldi í vetrarbyrjun

Ákveðið var að stefna að fræðslufundi í byrjun vetrar (okt. nóv. 2007).  HS mun ræða við forsvarsmenn að Mógilsá með það í huga að finna aðila sem flytja mun erindi.Ekki væri verra ef sýndar væru myndir úr Fellsmörk sem tengjast erindinu á einhvern hátt.  ERS á mikið safn ljósmynda úr Fellsmörk. 


7 Önnur mál

  • HS mun láta breyta lögheimili félagsins en það er skráð að Fossvogsbletti 1 (þar sem Skógr.fél. Rvk. var eitt sinn með bækistöðvar).  Lögheimili FLÁF verður heimili formanns.

  • Rætt um bréf sem barst til SR frá Landb.ráðuneytinu en í því kemur fram að ráðuneytið mun ekki heimila úthlutun landskika á Fellsmörk þar sem byggingaréttur er innifalinn.  Rætt um að hugsanlegt sé að undirrót þessarar stefnubreytingar sé mögulegir hagsmunaárekstar.

  • Gæta þess að hafa stjórn SR ávallt upplýsta þegar erindi eru send til HG framkvæmdastj. SR

  • Þegar GPS-mælingar liggja fyrir er næsta skref að gera nýja samninga og láta þinglýsa þeim

  • Tryggja þarf að Landbúnaðarráðuneytið fái vitneskju um það hverjir hafa verið landnemar á Fellsmörk frá upphafi

  • Samþykkt var tillaga HE að landnemafél. kosti gerð skiltis sem bannar alla skotveiði á Fellsmörk

  • Samþykkt að HS og ERS hitti HG framkv.stjóra SR og ræði m.a. eftirfarandi:

- Að Landb.ráðuneytið fái vitneskju um það hverjir hafa verið landnemar á Fellsmörk frá upphafi

- Landgræðsluskógasamningur (FLÁF þarf að fá eintak af þinglýstum samningi)

- Deiliskipulag Fellsmerkur

- Næsta skref í leigusamningsmálum landnema  

 


Fundargerðina ritar í forföllum ritara:  Hannes Siggason formaður


 

 

 

 

 

 

2018-2019

2016-2018

2015-2016

2014-2015

2013-2014

2012-2013

2011-2012

2010-2011

2009-2010

2008-2009

2007-2008

2005-2007

2004-2005

2003-2004

2002-2003

 

Facebook síða Fellsmerkur


ÞETTA ER GAMLI VEFUR FELLSMERKUR

Þessum hluta vefsins hefur ekki verið viðhaldið eftir mars 2023.

Nýr vefur er hér: https://www.fellsmork.is/


LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.