UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

Félagatal

Stjórn

Fundargerðir

Lög félagsins

Ýmis gögn  Fellsmerkur

Meiri gögn

FRÉTTIR

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

  

     

Stjórnarfundur í Félagi landnema í Fellsmörk haldinn 7.11.2004 

(Fundur stjórnar, haldinn hjá Einari Ragnari Sigurðssyni)

Mættir: Einar Kristjánsson, Einar Ragnar Sigurðsson, Kjartan J. Kárason, Magnús Jóhannesson og Sveinn Björnsson.
Fjarverandi stjórnarmenn:  Auðunn Oddsson og Hjalti Elíasson

Helstu atriði úr fundargerð:

  1. Niðurstöður fundar með ráðherra og fundar með SR: Farið var yfir niðurstöður fundar með landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústssyni, sem haldinn var 3. nóvember s.l. og fundar með Helga Gíslasyni og Gunnlaugi Claessen hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, sem haldinn var 5. nóvember 2004. Fram komu eftirfarandi atriði:
     
    1. Skógræktarfélagið hefur afhent stjórn landnemafélagsins afrit af samkomulagi milli sömu aðila um málefni Álftagrófar, sem gert var 31. janúar 2003 í kjölfar yfirvofandi uppboðs á jörðinni. Einnig hefur stjórnin fengið afrit af ársreikningum skógræktarfélagsins 2001 og 2003 þar sem m.a. kemur fram hvernig fjármunum vegna Fellsmerkur hefur verið ráðstafað í stórum dráttum.
    2. Að beiðni Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur landbúnaðarráðuneytið beðið Ríkiskaup að fresta auglýsingu um sölu á hluta úr jörðinni Álftagróf til 1. desember næstkomandi. Er þetta gert í kjölfar bréfaskrifta stjórnar landnemafélagsins til ráðherra og til skógræktarfélagsins.
    3. Það er vilji skógræktarfélagsins að leita samkomulags við landnemafélagið um viðunandi skilyrði fyrir sölu jarðarhlutans. Vilja forsvarsmenn skógræktarfélagsins búa eins vel um hnútana fyrir landnema á Fellsmörk og kostur er.  Ráðgert er að móta samkomulag um þetta með fulltrúum úr stjórn landnemafélagins og bera það síðan undir almennan félagsfund í landnemafélaginu síðar í mánuðinum.
    4. Með sölu á 50 ha. hluta úr Álftagróf er ekki ætlunin að selja lögbýlið Álftagróf. Lögbýlið verður áfram í eigu ríkisins og á því munu hvíla fyrri skuldir þar til þær eru uppgreiddar.

  2. Tillögur fyrir fund með skógræktarfélaginu: Ræddar voru mögulegar útfærsluleiðir varðandi sölu jarðarhlutans í Álftagróf til undirbúnings fundar með skógræktarfélaginu næstkomandi föstudag (12. november). Kröfur landnemafélagsins voru mótaðar og Einari Ragnari falið að setja saman lýsingu á þessum atriðum fyrir stjórnina.

 

 

 

 

 

 

 

2018-2019

2016-2018

2015-2016

2014-2015

2013-2014

2012-2013

2011-2012

2010-2011

2009-2010

2008-2009

2007-2008

2005-2007

2004-2005

2003-2004

2002-2003

 

Facebook síða Fellsmerkur


ÞETTA ER GAMLI VEFUR FELLSMERKUR

Þessum hluta vefsins hefur ekki verið viðhaldið eftir mars 2023.

Nýr vefur er hér: https://www.fellsmork.is/


LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.