UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

Félagatal

Stjórn

Fundargerðir

Lög félagsins

Ýmis gögn  Fellsmerkur

Meiri gögn

FRÉTTIR

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

  

     

Stjórnarfundur í Félagi landnema í Fellsmörk haldinn 2.11.2004 

(Annar fundur stjórnar, haldinn hjá Hjalta Elíassyni)

Mættir: Auðunn Oddsson, Einar Kristjánsson, Einar Ragnar Sigurðsson, Hjalti Elíasson, Kjartan J. Kárason, Magnús Jóhannesson og Sveinn Björnsson.

Helstu atriði úr fundargerð:

  1. Undirbúningur fyrir fund með ráðherra: Fyrir þennan stjórnarfund hafði erindi verið sent með bréfi til Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra (dagsett 20. október 2004). Þar var áhyggjum félagsmanna lýst yfir sölu á hluta jarðarinnar Álftagrófar og sjónarmið félagsins kynnt. Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur fékk afrit af þessu bréfi. Svarbréf (dagsett 28. október 2004) hafði borist frá Sigurði Þráinssyni fyrir hönd ráðherra.  Einar Ragnar hafði síðan óskað eftir fundi með ráðherra og var hann á dagskrá daginn eftir (3. nóvember). Stjórnafundurinn var því helgaður undirbúningi fyrir þann fund.

    Farið var yfir alla fyrirliggjandi samninga, sem stjórnarmenn hafa undir höndum um Fellsmörkina, og dregin fram þau ákvæði sem fjalla um landnýtingu á svæðinu og réttindi landnema. Ákveðið var hvernig mál skyldu borin á borð ráðherra. 

    Á fundinum var hringt í Helga Gíslason framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur til að bjóða honum með á fund ráðherra en ekki hafði tekist að ná sambandi við hann fyrr um daginn. Hann var staddur erlendis og gat ekki komið. Þá var, að ráði Helga, hringt í Gunnlaug Claessen stjórnarmann í Skógræktarfélagi Reykjavíkur en hann gat heldur ekki komið. Einnig lá fyrir að Björgvin Salómonsson kæmist ekki en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir að hann færi með á fundinn. Það var því ákveðið að þrír stórnarmenn landnemafélagsins færu á fundinn; Einar Kristjánsson, Einar Ragnar Sigurðsson, Magnús Jóhannesson.

  2. Fyrirhugaður fundur með Skógræktarfélagi Reykjavíkur: Einar Ragnar lagði fram til skoðunar bréf um þróun mála á Fellsmörk sem ætlunin var að senda til stjórnarmanna í Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Boðaður er fundur með Helga Gíslasyni framkvæmdastjóra og Gunnlaugi Claessen stjórnarmanni í skógræktarfélaginu n.k. föstudag (5. nóvember 2004).

 

 

 

 

 

 

 

2018-2019

2016-2018

2015-2016

2014-2015

2013-2014

2012-2013

2011-2012

2010-2011

2009-2010

2008-2009

2007-2008

2005-2007

2004-2005

2003-2004

2002-2003

 

Facebook síða Fellsmerkur


ÞETTA ER GAMLI VEFUR FELLSMERKUR

Þessum hluta vefsins hefur ekki verið viðhaldið eftir mars 2023.

Nýr vefur er hér: https://www.fellsmork.is/


LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.