UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

Félagatal

Stjórn

Fundargerðir

Lög félagsins

Ýmis gögn  Fellsmerkur

Meiri gögn

FRÉTTIR

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

  

     

Stjórnarfundur í Félagi landnema í Fellsmörk haldinn 29.4.2004 

(Fjórði fundur stjórnar veturinn 2003/2004, haldinn hjá Auðunni)

Mættir: Auðunn Oddsson,  Einar Kristjánsson, Einar Ragnar Sigurðsson, Hjalti Elíasson, Kjartan J. Kárason, Magnús Jóhannesson og Sveinn Björnsson.

Dagskrá fundarins:

1.  Viðhald girðinga og vega
2.  Landnemareitir og þinglýsing samninga
3.  Aðalfundur
4. 
Fyrirlesari á aðalfundi
5.  Drög að samstarfssamningi

Helstu atriði úr fundargerð:

  1. Viðhald girðinga og vega: Viðgerð á girðingum á austursvæðinu gengur vel. Ákveðið var að Einar Ragnar mundi ræða við Helga Gíslason hjá Skógræktarfélaginu um að það þyrfti að laga varnargarðana líka til að vernda girðingarnar. Líklegt væri að fé væri að finna hjá Vegagerð eða Landgræðslu til viðhalds á þeim. Einnig þarf að laga Gilbraut, Hólsbraut og Hlíðarbraut sem eru illa farnar eftir veturinn.
  1. Landnemareitir og þinglýsing samninga: Fyrir liggja tveir kostir varðandi þinglýsingu mældra landnemareita; að mæla og þinglýsa einungis byggingareitum (3000 fm.) og tiltaka skógræktarreiti umhverfis þá eða mæla og þinglýsa skógræktarreitunum sjálfum (1 ha.). Í fyrsta lagi var ákveðið að Einar Ragnar mundi ræða það við Svein sveitarstjóra í Vík og Helga hjá Skógræktarfélaginu og fá staðfest að þessir kostir væru báðir raunhæfir. Í öðru lagi var ákveðið að Magnús mundi setja saman lýsingu á þessum tveimur möguleikum og lýsa kostum þeirra og göllum.  Þetta verður síðan borið undir aðalfund til ákvörðunar.
  1. Aðalfundur: Ákveðið var að hafa stjórnarfund eftir viku og ljúka þá verkum fyrir aðalfund. Á þeim fundi verði ákveðið hvenær aðalfundur verður haldinn en tveir dagar koma helst til greina; 18. eða 25. maí.  
  1. Fyrirlesarar á aðalfundi: Einari Ragnari var falið að kanna möguleika á að fá fyrirlesara á aðalfund hjá SR eða Suðurlandsskógum.
  1. Drög að samstarfssamningi: Lögð voru fram drög að nýjum samstarfssamningi um ræktun landgræðsluskóga í Fellsmörk sem Helgi Gíslason hjá SR hefur komið til stjórnar Fellsmerkurfélagsins og óskað eftir áliti. Þessi samningur verður ræddur á næsta fundi.

 

 

 

 

 

 

 

2018-2019

2016-2018

2015-2016

2014-2015

2013-2014

2012-2013

2011-2012

2010-2011

2009-2010

2008-2009

2007-2008

2005-2007

2004-2005

2003-2004

2002-2003

 

Facebook síða Fellsmerkur


ÞETTA ER GAMLI VEFUR FELLSMERKUR

Þessum hluta vefsins hefur ekki verið viðhaldið eftir mars 2023.

Nýr vefur er hér: https://www.fellsmork.is/


LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.