UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

Félagatal

Stjórn

Fundargerðir

Lög félagsins

Ýmis gögn  Fellsmerkur

Meiri gögn

FRÉTTIR

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

  

     

Stjórnarfundur í Félagi landnema í Fellsmörk haldinn 19.1.2004 

(Fyrsti fundur stjórnar veturinn 2003/2004, haldinn hjá Einari Ragnari)

Mættir: Einar Kristjánsson, Einar Ragnar Sigurðsson, Hjalti Elíasson, Magnús Jóhannesson  og Sveinn Björnsson.
Forföll:  Auðunn Oddsson og Kjartan J. Kárason 
Helstu atriði úr fundargerð:
  1. Skipun gjaldkera og ritara: Kjartan Kárason var skipaður gjaldkeri félagsins og Sveinn Björnsson ritari.

  2. Fundaáætlun til vors: Ákveðið var að halda stjórnarfundi mánaðarlega fram að aðalfundi. Fundardagar verða 18. febrúar, 17. mars, 14. apríl og 5 maí. Stefnt er að því að halda aðalfund félagsins u.þ.b. tveimur vikum eftir síðasta stjórnarfund.   

  3. Fundur með nýjum framkvæmdastjóra SR: Einar Ragnar mun hafa samband við Helga Gíslason, framkvæmdastjóra SR, og bjóða honum að koma á næsta fund stjórnarinnar til að ræða þau mál sem eru á döfinni varðandi Fellsmörk.

  4. Sala á hluta af jörðinni Álftagróf: Rætt var um fyrirhugaða sölu. Stjórnin mun áfram fylgjast með framvindu þessa máls en sér ekki tilefni til að aðhafast sérstaklega í bili.  

  5. Skemmdir á vegum og girðingum: Fram kom að vegir virðast vera í þokkalegu ástandi á svæðinu. Girðingar eru hins vegar skemmdar á austursvæðinu eftir vatnavexti s.l. haust. Lagt verður til við SR að girðingin verði flutt af aurunum og inn á gróið land við hlíðarfótinn þegar ráðist verður í endurbætur á henni í vor. Með því móti er síður hætta á að hún sópist burt ef áin leitar aftur upp að hlíðinni.

  6. Þinglýsingar á samningum og GPS-mælingar: Ekkert varð úr því síðasta sumar að stikur væru GPS-mældar. Stjórnin setur sér nú það markmið að mælingar verði gerðar á komandi sumri, í það minnsta á setnum löndum, og hægt verði að þinglýsa samningum í haust. Huga þarf að því að jafna stærð landa á svæðinu áður en þetta verður gert og verður það mál tekið upp við Helga Gíslason á næsta fundi.

  7. Framtíðarrekstur Fellsmerkur: Farið verður yfir framtíðarfyrirkomulag rekstrar á Fellsmerkursvæðinu og hlutverk SR á næsta fundi. 

  8. Bréf til þeirra sem hafa ekki greitt félagsgöld undanfarin ár: Kjartan Kárason hefur sent þremur landnemum, sem ekki hafa greitt félagsgjöld undanfarin ár, bréf til að kanna hvort þeir séu hættir í félaginu. Þeir hafa ekki ekki svarað bréfinu og samþykkt var að taka þá af félagaskrá.

 

 

 

 

 

 

 

2018-2019

2016-2018

2015-2016

2014-2015

2013-2014

2012-2013

2011-2012

2010-2011

2009-2010

2008-2009

2007-2008

2005-2007

2004-2005

2003-2004

2002-2003

 

Facebook síða Fellsmerkur


ÞETTA ER GAMLI VEFUR FELLSMERKUR

Þessum hluta vefsins hefur ekki verið viðhaldið eftir mars 2023.

Nýr vefur er hér: https://www.fellsmork.is/


LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.