UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

Félagatal

Stjórn

Fundargerðir

Lög félagsins

Ýmis gögn  Fellsmerkur

Meiri gögn

FRÉTTIR

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

  

     

Aðalfundur Félags landnema á Fellsmörk 

Haldinn í Mörkinni 6, þriðjudaginn 13. maí 2003.

Fundarstjóri var Hannes Siggason og Björgvin Salómonsson fundarritari.
Mættir á fundinn voru  34 landnemar auk framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur, Vignis Sigurðssonar og fyrirlesara, Jóns Geirs Péturssonar.

Helstu atriði úr fundargerð (útdráttur unninn af Einar Ragnari Sigurðssyni):

1.  Skýrsla stjórnar

Formaður félagsins, Einar Ragnar Sigurðsson kynnti starfsemi liðins árs og flutti skýrslu stjórnar

2.  Reikningar félagsins kynntir

Kjartan J. Kárason kynnti reikninga félagsins sem höfðu verið samþykktir af skoðunarmönnum reikninga.

3.  Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.  

Stjórninni voru þökkuð mikil og góð störf og einnig kom fram fyrirspurn varðandi girðingarmál á svæðinu.  Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins voru samþykkt einróma.

4.  Kosning stjórnar:

Einar Ragnar Sigurðsson gefur áfram kost á sér sem formaður og var kosning hans samþykkt.

Aðrir kosnir í stjórn næsta starfsárs:

  - Kjartan J Kárason, Hólsbraut
  - Magnús Jóhannesson, Krók 
  - Sveinn Björnsson, Heiðarbraut
  - Auðunn Oddsson, Keldudal (nýr í stjórn)
  - Einar Kristjánsson, Gilbraut (nýr í stjórn)
  - Hjalti Elíasson, Krók (nýr í stjórn)

Eftirtaldir stjórnarmeðlimir seinasta árs gefa ekki kost á sér áfram:

  - Elsa Vilmundardóttir, Keldudal 
  - Áslaug B. Ólafsdóttir,Gilbraut 
  - Jón Þór Högnason, Dalbraut

Er þeim sem hverfa úr stjórn þökkuð góð störf í þágu félagsins og þeir sem eru nýir í stjórn eru boðnir velkomnir.

Kosning skoðunarmanna félagsins, kjörnir samhljóða:

  - Hannes Siggason
  - Tryggvi Þórðarson 

5.  Erindi

Jón Geir Pétursson flutti erindi um Landgræðsluskógaverkefnið.

6a.  Önnur mál - Plöntudagurinn

Hannes Siggason hafði framsögu fyrir hópi þeirra sem sáu um framkvæmd plöntudagsins á síðasta ári.

Óákveðið er hvaða dag plöntudagur þessa árs verður og ræðst það af því hvenær plönturnar berast.  Þó er gert ráð fyrir því að hann verði annað hvorn laugardaginn 14. eða 21. júní.

6b.  Önnur mál - GPS mælingar

Sveinn Björnsson ræddi um GPS mælingar á lóðum og staðsetningu þeirra en merkingar á síðasta ári mistókust.  Setja þarf nýjar stikur til að merkja svæðið og þurfa landnemar að setja þær upp fyrir 15. ágúst í sumar.

Stikum verður úthlutað á plöntudaginn ú sumar.  Fulltrúar brauta í stjórninni verða umsjónarmenn með þessu verki.

6c.  Önnur mál - Ávarp formanns Skógræktarfélags Reykjavíkur

Vignir Sigurðsson framkvæmdastjóri SR fjallaði um mál Fellsmerkur og þróun mála, bæði breytingar á samningum og lögum o.fl. er snertir þessi mál.  Gerði hann grein fyrir fjárhagsstöðu og hvernig þau mál hafa þróast.

Greindi hann m.a. frá því að innan stjórnar SR hefðu komið fram hugmyndir um að losa félagið alveg út úr þessum verkefnum.

Miklar umræður urðu um málið og kom fram allmikil óánægja með málsmeðferð stjórnar SR.

6d.  Önnur mál - Valkostir varðandi framtíð Fellsmerkursvæðisins

Formaður Fellsmerkurfélagsins reifaði hugmyndir um þær leiðir sem færar eru varðandi framtíð Fellsmerkur.  Lagðir voru fram fjórir valkostir sem helst koma til greina:

Valkostur 0:  Gera ekkert og hafa stöðu mála eins lítið breytta og mögulegt er

Valkostur 1:  Fmf yfirtekur rekstur svæðisins og gerir samning við SR um afnot af svæðinu

Valkostur 2:  Fmf yfirtekur rekstur svæðisins og gerir samning við Lbr um afnot af svæðinu án nokkurra tengsla við SR

Valkostur 3:  Kaupa það sem er til sölu og yfirtaka samningana eða kaupa í framhaldinu afganginn af jörðunum

Gerð var skoðanakönnun meðal félagsmanna á fundinum um þessa kosti og varð niðurstaðan eftirfarandi:

Valkostur 0:  8 atkvæði
Valkostur 1:  8 atkvæði
Valkostur 2:  6 atkvæði
Valkostur 3:  1 atkvæði

Ógildir seðlar:  1

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.   fundarstjóri, Hannes Siggason fundinum og þakkaði fyrir erindi Jóns Geris og skýrslur Vignis og sleit að því búnu fundinum. 

 

 

 

 

 

 

2018-2019

2016-2018

2015-2016

2014-2015

2013-2014

2012-2013

2011-2012

2010-2011

2009-2010

2008-2009

2007-2008

2005-2007

2004-2005

2003-2004

2002-2003

 

Facebook síða Fellsmerkur


ÞETTA ER GAMLI VEFUR FELLSMERKUR

Þessum hluta vefsins hefur ekki verið viðhaldið eftir mars 2023.

Nýr vefur er hér: https://www.fellsmork.is/


LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.