UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

Félagatal

Stjórn

Fundargerðir

Lög félagsins

Ýmis gögn  Fellsmerkur

Meiri gögn

FRÉTTIR

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

  

     

Stjórnarfundur í Félagi landnema í Fellsmörk haldinn 8.4.2003 

(Sjöundi fundur stjórnar veturinn 2002/2003, haldinn hjá Einari Ragnari).

Mættir: Áslaug B. Ólafsdóttir, Einar Ragnar Sigurðsson, Kjartan J. Kárason, Magnús Jóhannesson  og Sveinn Björnsson.
Gestur fundarins var Hannes Siggason, fullrúi plöntunefndar.
Helstu atriði úr fundargerð:
  1. Aðalfundur: Ákveðið var að halda aðalfund félagsins þann 6. maí næstkomandi kl. 20:00. Til vara eru miðvikudagur og fimmtudagur í sömu viku, þ.e. 7. og 8. maí. Reynt verður að halda fundinn á sama stað og undanfarin ár. Þetta verður auglýst með bréfi.

    Ákveðið var að stinga upp á Hannesi Siggasyni sem fundarstjóra og Björgvini Salómonssyni sem ritara á fundinum. Kjartan mun sjá um að útvega veitingar og tala við Jón Geir um það hvort hann getur komið með fræðsluerindi eða bent á einhvern annan. Vigni Sigurðssyni hjá Skógræktarfélaginu verður sérstaklega boðið á fundinn.
  2. Plöntudagurinn: Ákveðið var að hafa plöntudaginn þann 14. júní í sumar ef plönturnar verða komnar tímanlega. Hannes mun athuga horfur með afhendingu á þeim. Ákveðið var að hafa svipað snið á deginum og í fyrra og mun plöntunefndin sjá um nánari skipulagningu. Plöntudagurinn verður auglýstur með bréfi til landnema.

  3. Plöntuskammtur sumarsins: Sett var saman ósk um plöntuskammt sumarsins sem send verður Landgræðsluskógum. Hún hljóðar svo:

Tegund Fj. plantna Fj. bakka
a. Birki 6.700 100
b. Sitkagreni 2.800 50
c. Blágreni 1.000 25
d. Alaskaösp 1.225 35
e. Alaskavíðir 1.225 35
f. Hreggst.víðir 1.225 35
g. Jörfavíðir 1.225 35

---------------------------------------------------

15400 315

Að auki, sem er óvíst að fáist:
h. Sitkaelri 3.200 80

---------------------------------------------------

18.600 395

Á pöntunareyðublaði til Landgræðsluskóga er boðið upp á að koma með óskir um aðrar tegundir sem hugsanlegt væri að afhenda ef fjármagn leyfir. Voru þar settar óskir um eftirfarandi tegundir:

i. Reynir: 350 stk.
j. Rifs: 140 stk.

Sótt verður um að fá áburð með plöntunum.

4.   Aukafundur: Þar sem ekki náðist að ræða öll þau mál sem fyrir fundinum lágu þá var ákveðið að halda aukafund þann 22.4.2003 kl. 20:00 hjá Áslaugu.

 

 

 

 

 

 

 

2018-2019

2016-2018

2015-2016

2014-2015

2013-2014

2012-2013

2011-2012

2010-2011

2009-2010

2008-2009

2007-2008

2005-2007

2004-2005

2003-2004

2002-2003

 

Facebook síða Fellsmerkur


ÞETTA ER GAMLI VEFUR FELLSMERKUR

Þessum hluta vefsins hefur ekki verið viðhaldið eftir mars 2023.

Nýr vefur er hér: https://www.fellsmork.is/


LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.