TIL BAKA
----------------------
SÉRSTAKT EFNI
Erindi Valdimars af
aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs
Fuglalíf á Fellsmörk
Panoramamyndir
----------------------
FLÝTILEIÐIR
Félagatal
Fundargerðir
Vegir og slóðar
Lönd á
Fellsmörk (GPS) |
|
|
Stjórnarfundur í Félagi landnema í Fellsmörk haldinn 9.10.2002
(fyrsti fundur stjórnar veturinn 2002/2003, haldinn hjá Einari
Ragnari).
Mættir: Áslaug B. Ólafsdóttir, Einar Ragnar
Sigurðsson, Magnús Jóhannesson, Kjartan Kárason og Sveinn Björnsson.
Helstu atriði úr fundargerð:
-
Kjartan
kosinn gjaldkeri og Sveinn ritari.
-
Einar upplýsti
að Jón vildi draga sig út úr stjórnini. Einar ætlar að athuga
hvort Ágúst vilji taka sæti Jóns.
-
Einar lagði
fram tillögu að fundaáætlun stjórnar. Hún var samþykkt með
þeirri breytingu að hafa fundi á þriðjudögum. Skoðað verður
nánar síðar hvort rétt sé að hafa fundi næsta sumar.
-
Áslaug hafði
eftir Vigni hjá Skógræktarfélaginu að búið væri að mæla löndin
í Fellsmörk, þ.e. hnit hornpunkta reitanna. Hjá Skógræktarfélaginu
eru uppi hugmyndir um að breyta útreikningi leigugjalda og láta
þau ráðast af stærð hvers reits. Ákveðið var að bjóða
Vigni að koma á næsta stjórnarfund til að ræða þessi mál og
fleiri. Einar mun hafa samband við hann út af þessu.
-
Rætt var
um framgang plöntudagsins s.l. sumar. Var hann vel skipulagður og
til bóta að hafa standandi sýnishorn af plöntuskammti í Álftagróf
fram eftir sumri. Mjög mikið var eftir af plöntum þegar „veiðileyfið“
tók gildi. Í september var enn nokkuð eftir af plöntum.
-
Magnús og
Kjartan settu saman bréf í júní með umsókn um styrk úr Skógasjóðnum.
Sótt var um styrk til að gera úttekt á landinu og ræktunaráætlun.
Afrit af umsókn frá því í fyrra, sem ekki var svarað, var látið
fylgja með. Ekkert svar hefur enn borist og var ákveðið að
Kjartan og Magnús fylgi þessu máli eftir.
-
Farið var
yfir það helsta sem þarf að bæta og lagfæra í Fellsmörk,
t.d. rotþró og rennandi vatn á eystra salerninu, yfirfullan
tankur á vestara salerninu, fallnar og rafmagnslausar girðingar, ræsi
við Hólsbraut og skemmda vegi. Þessi atriði verða rædd við
Vigni á næsta fundi.
-
Fjallað
var um þjóðlendumálið. Var það niðurstaða stjórnar að félagið
væri ekki aðili að því máli.
-
Upphaflega
gerði Skógræktarfélagið landgræðslusamning um Álftagróf en
sá samningur mun vera týndur. Haft var eftir Vigni að til standi
að gera slíkan samning um allar jarðirnar í Fellsmörk. Fyrst
verða þó gerðir samningar af þessu tagi vegna landa Skógræktarinnar
í Hvalfirði.
-
Að tillögu
Einars var ákveðið að setja upp heimasíðu fyrir félagið og
bauðst Einar til að sjá um rekstur hennar.
|
|